Forsíða / Forsíða / Brúin / Hlutverk og leiðarljós

Hlutverk og leiðarljós

Megináhersla starfseminnar og helsti vettvangur er frístundastarf barna- og unglinga í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. 

Hlutverk og leiðarljós

  • Brúin

  • Brúin hefur m.a. umsjón með níu félagsmiðstöðvunum og tíu frístundaheimilum í borgarhlutanum.

     

  • Brúin hefur einnig umsjón með starfsemi útilífsdeildar en hún hefur umsjón með Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ), frístundagarðsins í Gufunesi og skíðabrekkum á höfuðborgarsvæðinu.  

     

  • Eitt mikilvægasta markmið Brúarinnar er að stuðla að samheldni íbúa, taka þátt í samstarfi og samskiptum við ýmsa aðila, bæði innan og utan hverfanna. 

  • Hlutverk

  • Veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið 

 

  • Bjóða íbúum upp á félags- og tómstundastarf sem hefur forvarnar, menntunar- og afþreyingargildi. 

 

  • Stuðla að félagslegri velferð og að þjónustan sé farvegur óformlegrar menntunar, menningar, uppeldis og lýðræðislegrar þátttöku. 

 

  • Efla félagsauð með því að stuðla að heilbrigði og félagslegri þátttöku hverfisbúa í frístundastarfi. 

 

  • Stuðla að umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. 

 

  • Bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi sem tekur mið af aldri þeirra og þroska. 

 

  • Stuðla að því að frístundagarðurinn við Gufunesbæ og skíðabrekkur borgarinnar séu eftirsóknarverður vettvangur fyrir alla aldurshópa til að stunda fjölbreytta útivist og frístundaiðkun, árið um kring. 

 

  • Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ leitist eftir að efla og styrkja þekkingu starfsfólks í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um útivist, útinám og sjálfbærni. 

  • Leiðarljós

  • Að öll börn og ungmenni í borginni eigi kost á menntun og leik við sitt hæfi, þar sem ýtt er undir sköpun og frumkvæði og byggt er á styrkleikum, áhuga og færni hvers og eins. Þeim líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun sem nýtist þeim í lífinu. 

  • Gildi

  • Gleði

    • Við leggjum áherslu á að skapa góða liðsheild.
    • Við hrósum og hvetjum alla til að gera sitt besta.
    • Við temjum okkur jákvætt hugarfar.
    • Við lærum í gegnum leik og gerum daginn eftirminnilegan

  • Fjölbreytni

    • Við berum virðingu og sýnum umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum og viðhorfum.
    • Við erum opin fyrir nýjungum og tilbúin í breytingar.
    • Við leggjum áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð í leik og starfi.
    • Við fögnum margbreytileika og komum til móts við ólíkar þarfir og áhugasvið einstaklinga og hópa.

  • Fagmennska

    • Við erum fyrirmyndir og leggjum okkur fram við að vera besta útgáfan af okkur sjálfum.
    • Við sýnum frumkvæði, setjum okkur markmið og leitum stöðugt leiða til að þróa hæfni okkar og þekkingu.
    • Við leggjum áherslu á traust og samvinnu og erum heiðarleg í samskiptum.
    • Við ígrundum stöðugt starf okkar og leitumst við að vera leiðandi á vettvangi frítímans.
    • Við gætum ávalt fyllsta öryggis og fylgjum viðurkenndum verkferlum og siðareglum.

  • Skipurit

Hvað viltu skoða næst?

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt