í flokknum: Ævintýraland

Nýlega fóru krakkarnir í 3. og 4. bekk fóru í sína fyrstu ferð með Ævintýralandi. Flestir kusu að fara með og fóru þau í strætó með Heiðrúnu upp í Gufunesbæ þar sem þau fengu að klifra í klifurturninum við Hlöðuna.
Lagt var af stað beint eftir skóla og gekk strætóferðin mjög vel. Nils útivistargarpur tók svo á móti hópnum í Gufunesbæ og leiðbeindi þeim í klifurturninum.
Fyrst leist börnunum ekkert á þennan risa turn og voru smá smeyk, sérstaklega þegar þau héldu að þau ættu að klifra hann að utanverðu. Þau veltu líka fyrir sér hvort línan myndi halda þeim en trúðu Nils þegar hann sagði þeim að línan gæti verið notuð til að draga vörubíla. Fæstir gera sér eflaust grein fyrir því hversu hátt upp turninn nær en nokkrir fóru langleiðina eða alla leið upp. Vandræðin byrjuðu þó þegar að niðurleið kom og börnin byrjuðu að hrópa ,,ekki horfa niður, ekki horfa niður”. Ég held að við vitum öll hvað börnin gera þá 😉 Allir komust þó niður að lokum með hjálp Nils.
Eftir klifrið fóru krakkarnir aðeins í kastalann í Gufunesbæ áður en farið var aftur í strætó heim í Korpu.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt