í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Púgyn

Félagsmiðstöðvadagurinn í Púgyn 2017

Félagsmiðstöðvardagurinn er haldinn á ári hverju.  Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu hverfi, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum í hverfinu og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna.

Púgyn hvetur alla til þess að heimsækja okkur miðvikudaginn 1. nóvember, unglinga og forráðamenn. Það verður heitt á könnunni og einnig mun nemendaráð félagsmiðstöðvarinnar selja pizzusneiðar (200 kr.) og svala fyrir þá sem vilja seðja hungrið.

Dagskrá Félagsmiðstöðvadagsins 1. nóvember:

19:00 –  Húsið opnar.

19:15 –  Kynning á starfinu frá Formanni nemendaráðs henni Birtu Hrönn Ingimarsdóttur.

19:30 –  Skrekksatriðið frumsýnt.

20:00 –  Smiðju : Forráðamenn og börn eru hvött til þess að taka þátt í þeim saman. Skráning í smiðjunnar fara fram staðnum. Í boði verður:

  • Sverðagerð: Magnús og Bjarki munu fara yfir listina að búa til sverð og önnur vopn sem hægt er að nota t.d til að LARPA. Þið kynnist því hvað LARP er í smiðjunni.
  • Brjóstsykursgerð: Stefanía og Helga búa til gómsæta mola og kenna áhugasömum hvernig eigi að bera sig að við brjóstsykursgerð.

22:00 Húsið lokar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt