í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Óflokkað

Góðan og blessaðan daginn!
Febrúar er gengin í garð og byrjum við hann af krafti!
Þessi fyrsta vika er góðgerðarvika Gufunesbæjar og eru viðburðir vikunnar tileinkaðir henni.
Í vikunni munum við safna pening fyrir barnavinafélagið Hróa Hött.

Unglingastig

Mánudagur 3.2.20 – 19:30-22:00
Góðgerðaopnun: Nemendur í góðgerðaráði hafa umjón með kvöldinu! í boði verða spennandi smiðjur, pizza sala og leikir þar sem allur ágóði rennur til Hróa Hattar.

Þriðjudagur 4.2.20 – 19:30-22:00
Jaðaríþróttaklúbbur: Einungis opið fyrir meðlimi klúbbsins

Miðvikudagur 5.2.20 – 19:00-22:00
Kaffihúsakvöld: Haldið í Hlöðunni í Gufunesbæ. Frítt inn! Öll ungmenni og fjölskyldur þeirra eru velkomin á þennan flotta viðburð og láta gott af sér leiða.  Happdrætti og veitingasala verður á staðnum einnig verða flottir listamenn og fræðslur. Minnum á að aðeins er hægt að borga með pening.

Fimmtudagur 6.2.20 – 13:00-16:30
Dagopnun: Komið og chillið með okkur í gatinu eða eftir skóla!

Föstudagur 7.2.20 – 20:00-22:00
Góðgerðarball: Ballið er eins og aðrið viðburðir vikunnar til styrktar Hróa Hetti. Fram koma unglinga dj-ar og Jói P og Króli! Ballið er haldið í Fjörgyn og kostar 500kr inn.

 

Miðstig

Mánudagur 3.2.20 – 15:00-17:00
Borðtennismót: Mót sem klikkar seint

Þriðjudagur 4.2.20 – 17:00-19:00
Bandý: Opið fyrir alla!

Miðvikudagur 5.2.20 – 15:00-17:00 
Kósý netflix: opið fyrir alla, kósý stemmari

Föstudagur 7.2.20 – 16:30-18:30 
Fótbolti: Förum í fótbolta niðri í íþróttasal

Hlökkum til að sjá ykkur í vikunni!
– Starfsfólk Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt