Fjörgyn í vikunni: Grafarvogsleikameistarar og fleira gaman

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Góðan og blessaðan daginn!
Nú er október að detta inn og það þýðir bara eitt! splúnku ný dagskrá!
Síðasta vika endaði á sturluðu Grafarvogsleikaballi þar sem sigurvegar leikanna voru kynntir. Þetta var æsispennandi keppni alla vikuna og stóðum við í Fjörgyn uppi sem sigurvegarar! TIL HAMINGJU ALLIR! Þessi vika er alls ekki að verri endanum en við byrjuðum vikuna á sprengju og henntum í góðan Grafarvogsleikameistara fögnuð þar sem boðið var upp á köku og sigrinum fagnað.

Dagskrá vikunnar 30.sept – 4. okt hljómar svona:

Unglingastig

Mánudagur 30. 9 – 19:30-22:00
Grafarvogsleikameistara fögnuður: Fögnum saman í kvöld, kaka í boði hússins!

Þriðjudagur 1.10 – 19:30-22:00
Kvikmyndaklúbbur: Næst síðasti hittingur klúbbsins. Einungis opið fyrir meðlimi klúbbsins.

Miðvikudagur 2.10 – 19:30-22:00 
10. bekkjarkvöld: Bara opið fyrir 10.bekk

Fimmtudagur 3.10 – 13:00-16:30
Dagopnun: Komið og chillið með okkur í gatinu eða eftir skóla.

Föstudagur 4.10 – 19:30-22:00
Bíó og eðla: Hvað er betra en að horfa á góða mynd með vinunum með eldheita eðlu sér við hlið. Þessi viðburður átti að vera í september en þurfti að fresta honum þangað til núna!

 

Miðstig 

Mánudagur 30.9 – 15:00-17:00
Blindrasmökkun: mjög skemmtilegur leikur þar sem smakkaður er matur blindandi.

Þriðjudagur 1.10 – 17:00-19:00
7. bekkjarklúbbur: Fyrsti hittingur klúbbsins! Þarf að skrá í klúbbinn.

Miðvikudagur 2.10 – 15:00-17:00 
6. bekkjarklúbbur: Fyrsti hittingur klúbbsins! Þarf að skrá í klúbbinn.

Föstudagur 4.10 – 16:30-18:30 
Löggu og bófa um skólann: Skemmtilegur eltingaleikur um skólann.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í vikunni
– Starfsfólk Fjörgynjar!

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt