FURÐUKÖKUKEPPNI

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Púgyn

Föstudagur – Kelduskóli Vík 19.30-22.30
FURÐUKÖKUKEPPNI

Á föstudaginn er hin árlega furðukökukeppni Púgyns. Í fyrra var góð þátttaka og hér fyrir neðan er hægt að sjá skemmtilegar myndir frá keppninni.

Skráið ykkur með því senda okkur skilaboð á facebook.

Verðlaun í boði 🙂

Það eru engar reglur!
Jú ok… þær eru þessar:
1. Það er hægt að vera 1-2 í liði, helst ekki fleiri (en er í lagi að vera fleiri)
2. Það er bæði hægt að baka á staðnum (en þá þarf fólk að mæta tímanlega) eða bara baka heima og koma með kökuna.
3. Það er aðallega dæmt eftir útliti og hversu frumleg kakan er en AUÐVITA líka eftir bragði.
4. Kökurnar verða að vera tilbúnar kl. 21.30

SVO ER OPIÐ HÚS Í KVÖLD FYRIR YKKUR HIN! ENDILEGA LÁTIÐ SJÁ YKKUR!

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt