í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Smiðjur á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar fyrir 10-12 ára börn í Grafarvogi hafa gengið vel í sumar. Skráning hefur verið með besta móti og smiðjurnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Í nokkrar smiðjur mynduðust langir biðlistar og er það vísbending um að fjölga þurfi smiðjum á næsta ári. Þó að veðrið hafi ekki leikið við okkur alla daga þá áttum við margar gæðastundir utandyra, við veiddum t.d. síli í Reynisvatni, renndum okkur á sápurennibraut í úrhellis rigningu, skoðuðum dýrin í Slakka og smíðuðum hillur úti á plani í sól og blíðskaparveðri.

Smiðjurnar eru fyrir öll börn í Grafarvogi og því góður vettvangur til að kynnast fleirum úr hverfinu auk þess sem við ferðumst víðs vegar um borgina okkar og kynnum fyrir þeim þá afþreyingu sem völ er á.

Starfsfólk sumarsins er gífurlega ánægt með sumarið og við hlökkum til að sjá alla aftur að ári!

-Tinna Heimisdóttir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt