í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Púgyn, Sigyn

Í þessari viku verða hinir árlegu Grafarvogsleikar haldnir hjá félagsmiðstöðvum Gufunesbæjar. Félagsmiðstöðvarnar eru þá ekki með hefðbundnar kvöldopnanir heldur verður keppt í hinum ýmsu greinum, allt frá körfubolta að hugaríþróttum. Dagskráin er svohljóðandi:

Mánudagskvöldið kl 19 í Egilshöll er keppt í fótbolta, blindstýringu, spretthlaupi, langstökki og Nerf skotkeppni.

Þriðjudagskvöldið kl 19 í Fjörgyn við Foldaskóla er keppt í dodgeball, bandý, borðtennis, pool, kappáti, pílukasti og málað á striga.

Miðvikudagskvöldið kl 19 í Púgyn við Kelduskóla Vík er keppt í körfubolta, Fortnite, Fifa, Hungry Hippo, að senda sms, fótboltaspil, hugaríþróttir og Minute to win it.

Á föstudaginn endum við vikuna svo á balli í Sigyn þar sem úrslit keppnisvikunnar verða tilkynnt. Ballið er frá 20-22:30 og er opið öllum unglingum í Grafarvogi og á Kjalarnesi.

 

Áfram Sigyn!

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt