í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Það er merkilegt hvað er alltaf gaman að hitta unglingana okkar og heyra hvað þau hafa verið að stússast yfir sumarið. Við vitum aldrei hvernig stemningin verður en við getum sagt ykkur það að hún er rosaleg. Nemendaráðið er ótrúlega flott og vinna þau svo vel saman og ná að “peppa” aðra með sér.

Núna í þessari viku er komið af hinum árlegu Grafarvogsleikum.
Hvað eru Grafavogsleikar? Jú það eru leikar sem haldnir ár hvert, allar félagsmiðstöðvarnar koma saman og keppa á milli sín í allskonar leikjum/íþróttum. Félagsmiðstöðvarnar safana svo stigum eftir því hvar þau lenda í keppninni og á endanum stendur ein félagsmiðstöð eftir sem sigurvegari og er það tilkynnt á sameiginlegu balli sem er haldið eftir leikana. Hver keppnisdagur er haldinn á misjöfnum stöðum, til að dreifa þessum um Grafarvoginn.
Við getum sagt ykkur að mikið keppnisskap er í unglingunum og munu þau leggja sig öll fram til sigra.
Það er MJÖG langt síðan við unnum, og ætlum við að gera okkar besta og vinna Grafavogsleikana í ár.

Dagskrá Grafavogsleikana hljómar svona:
Mánudagur 24.sept: Egilshöll

  • Fótbolti
  • Langstökk
  • Blindstýring
  • Spretthlaup
  • Nerf skotkeppni

Þriðjudagurinn 25.sept Fjörgyn (Foldaskóli)

  • Dodgeball
  • Bandy
  • Borðtennis
  • Poolmót
  • Kappát
  • Pílukast
  • Málað á striga

Miðvikudagurinn 26.sept Púgyn (Kelduskóli-Vík)

  • Körfubolti
  • Fortnite
  • Fifa 19:00
  • Hungry Hippo
  • Að senda sms
  • Fótboltaspil
  • Hugaríþróttir
  • Minute to win it

Föstudagur 27.sept: Sigyn (Rimaskóla)

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt