Púgyn í hjólaferð og vikan framundan

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Púgyn

Mánudagskvöldið, 2.september fóru 22 unglingar og 2 starfsmenn úr félagsmiðstöðinni Púgyn í hjólaferð. Stemningin í hópnum var góð og veðrið frábært, haustveður eins og það gerist best. Hópurinn hjólaði alla leið í Álfheima þar sem krakkarnir keyptu sér ís, þegar allir höfðu svo gætt sér á ísnum var kominn örlítill kuldi í hópinn, sem hélt þá aftur heim á leið og endaði kvöldið í Púgyn. Frábær hreyfing í góðum félagsskap.

Vikan framundan:

Á miðvikudaginn ætlum við að fara í Risa-Stinger og hver veit nema það verði Varúlfur í húsinu…

Á föstudaginn kemur svo í ljós hvaða vinir þekkjast best þegar við finnum Hjartslátts-meistarana í Púgyn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt