Skipulagning á félagsmiðstöðvastarfi í Grafarvogi á COVID-19 tímum  

 í flokknum: Dregyn, Fjörgyn, Gufunesbær, Púgyn, Sigyn

Eftir fund Almannavarna og stjórnenda SFS mun félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík taka miklum breytingum.

Í ljósi nýrra viðmiða sem gefin hafa verið út af hálfu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar verður lögð megináhersla á að þjónusta unglinga í gegnum netið eftir nýjum leiðum. Farið verður af stað með rafrænar félagsmiðstöðvar og gerðar hinar ýmsu tilraunir með notkun internetsins. Minna verður um hittinga í félagsmiðstöðvunum en það verður gert í samræmi við bekkjarskipulag í hverjum grunnskóla.

Því miður mun opið starf hjá 10-12 ára leggjast af að svo stöddu. Unglingar fá yfirleitt færri skólatíma og vegna fáliðunnar í starfsmannahópi félagsmiðstöðvanna þarf að grípa til þessara aðgerða.

Áætlað er að bjóða 10-12 ára upp á rafrænan vettvang en það verður auglýst síðar á heimasíðum hverrar félagsmiðstöðvar.

Ekki verður gefin út dagskrá félagsmiðstöðva fram í tímann en hóparnir munu fá upplýsingar um sína opnun í gegnum samfélagsmiðla og í skólunum.

Foreldrar geta fylgst með á heimsíðum félagsmiðstöðvanna.

Hafið þið góðar ábendingar er varðar starfið eða um stöðu ykkar barns/unglings ekki hika við að hafa samband við ykkar félagsmiðstöð.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt