í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Sigyn, Vígyn

Frístundamiðstöðin Gufunesbær býðurupp á frístundastarf í sumar fyrir börn sem ljúka 5. –7. bekk nú í vor.

Um er að ræða 71 mismunandi smiðjur semstanda yfir í hálfan eða heilan dag. Nauðsynlegt er að skrá börnin í hverja smiðju ásumar.fristund.is en skráning hefst 11. maí klukkan 10:00. Smiðjulistinn er í viðhengi. Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Tímabil starfsinseru tvö þetta árið og eru frá 14. júní til 9. júlí en svo aftur frá 9.ágúst til 20.ágúst. Smiðjurnar fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfinu sem og Gufunesbæ. Einnig verða hóparnir mikið á ferðinni. Umsjónarmenn með smiðjunum verða: Stefán Örn Kárason (stefan.orn.karason@rvkfri.is), Njörður Njarðarson(njordur.njardarson@rvkfri.is) og Valentína Tinganelli (valentina.Tinganelli@rvkfri.is).

Gjaldskrá 2021 fyrir sumarsmiðjur félagsmiðstöðva fyrir 10-12 ára.

Almennt gildir eftirfarandi verðskrá fyrir utan nokkrar dýrari smiðjur en það er tekið fram sérstaklega.

Sumarsmiðjur verð A –737kr

Sumarsmiðjur verð B -1.455kr

Sumarsmiðjur verð C-2.000kr(Eingöngu Lasertag, Rush og ferð í Viðey)

Sumarsmiðjur verð D-3.000 kr(Eingöngu Keila og pizza í Egilshöll og Húsdýra og Fjölskyldugarðurinn)

Sumarsmiðjur verð E-4.000 kr (Eingöngu ferð í Slakka)

Innheimt er fyrir smiðjur með einni greiðslu í lok hvers tímabils, um miðjan júlí og í lok ágúst. Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi í smiðjur.

Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í smiðju þarf að tilkynna það skriflega á netfangið stefan.orn.karason@rvkfri.isað minnsta kosti viku áður en smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

 

Sjá smiðjulista: smijulisti2021

Smiðjulisti á ensku: smijulisti2021-english

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt