í flokknum: Ævintýraland, Brosbær, Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Frístundaheimili (6-9ára), Galdraslóð, Gufunesbær, Höllin, Hvergiland, Kastali, Óflokkað, Púgyn, Regnbogaland, Sigyn, Simbað sæfari, Tígrisbær, Vígyn

Rafíþróttamót Samfés og Félkó var haldið í annað sinn á föstudaginn var. Keppt var í fjórum leikjum, Counter Strike: Global Offensive, Rocket League, Fortnite og League of Legends, og var metþátttaka – 350 ungmenni á aldrinum 13-25 ára voru skráð. Keppendur frá Sigyn og Vígyn voru á mótinu og gekk vel.

“Þetta eru tölur sem við höfum ekki séð áður og við erum ótrúlega glöð með það,” segir Inga María Hjartardóttir, verkefnastjóri hjá Samfés. “Líklega er fjöldinn vegna þess að þetta er allt á netinu í ár sem gerir auðveldara fyrir landsbyggðina að taka þátt.”

Fyrsta mótið var haldið árið 2019 en því var frestað í fyrra vegna COVID-19.

Keppendur úr Grafarvogi

Strákarnir í Vígyn skemmtu sér vel

“Það tóku 11 strákar þátt hjá okkur, 5 í CS:GO, 3 í Fortnite og 2 í Rocket League,” segir Haukur Örn Halldórsson, starfsmaður Vígyn. “Það var mikið tæknivesen hjá CS:GO strákunum af því að Reykjavíkurnetið var aðeins að stríða okkur.”

Haukur segir strákana hafa skemmt sér þrátt fyrir að hafa ekki komist langt.

Sigyn keppti bara í CS:GO. “Við vorum með 10 þátttakendur sem kepptu í CS,” segir Maríanna Wathne Kristjánsdóttir, aðstoðarforstöðukona Sigyn. “Liðin hétu Chubby Tigers og Noble Team.” Báðum liðum gekk vel þrátt fyrir að komast ekki í úrslit.

Spenningur fyrir næsta móti

“Það var strax ljóst þegar við héldum næsta mót að þetta væri hefð sem við vildum halda gangandi,” segir Inga María. “Við erum að svara alveg svakalegri eftirspurn með því að halda svona mót.”

Fullt var í allar keppnir og mikill spenningur. “Allir skemmtu sér vel og voru ánægðir með reynsluna,” segir Maríanna. “Þeim hlakkar til næsta móts sem verður vonandi í lok annar.”

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt