í flokknum: Ævintýraland, Brosbær, Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Frístundaheimili (6-9ára), Galdraslóð, Gufunesbær, Höllin, Hvergiland, Kastali, Púgyn, Regnbogaland, Sigyn, Simbað sæfari, Tígrisbær, Vígyn

Krakkarnir skemmta sér vel samkvæmt Stínu. Þau vinna líka vel saman og eru alveg brjáluð ef þeim tekst ekki að finna hrekkjusvínin.

Jólasveinaratleikurinn Úti er ævintýri er í fullum gangi á Gufunesbæjarsvæðinu. Ratleikurinn er á vegum Miðstöðvar Útivistar og Útináms (MÚÚ) fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla Reykjavíkur. Þegar dagskránni lýkur 18. desember verða stöðvarnar enn á svæðinu svo fjölskyldur geti spilað ratleikinn saman. Stína Bang, verkefnastjóri hjá MÚÚ sagði okkur betur frá dagskránni.

„Sagan á bak við ratleikinn er að jólasveinarnir sem eiga að vera í hellinum hjá Grýlu stungu af og eru að fela sig hérna í Gufó. Þeir neita að skrattast til síns heima þannig að þeir eru búnir að setja vísbendingar hérna út um allt.“ Í vísbendingunum má finna mynd af hverjum og einum jólasveini ásamt vísun í ljóð Jóhannesar úr Kötlum.

Mismunandi þrautir

Búið er að setja upp jólatjald í Lundinum með tilheyrandi kósíheitum. „Þar er tekið á móti öllum hópum með opnum eldi, þar fá þau heitt kakó og kanilsnúða. Fyrir yngsta hópinn eru lesnar jólasögur áður en

Ekkert smá kósí stemning með kakó og jólabáli í morgunsárið.

við byrjum.“

Forritið Action Bound er notað í leiknum, líkt og í Haustratleiknum, við góðar undirtektir. „Með GPS neti finna krakkarnir svæðið og finna út hvaða jóli er á hvaða stöð, með því að skoða myndina og rýna í vísubútinn.“

Mismunandi er eftir aldri hvers lags þrautir krakkarnir þurfa að leysa til að finna jólasveininn. Yngsta stigið fær til að mynda stafarugl.

Sumir sveinarnir eru kröfuharðari og vilja að krakkarnir svari spurningum eða jafnvel að þau leysi þrautir. „Stekkjastaur lætur alla leika lömb, annar vill að þau rúlli sér niður brekku og annar lætur krakkana syngja jólasveinasöngva.“

Samvinna með iPad og kort

„Þetta er búið að reynast alveg ótrúlega vel,“ segir Stína, en leikurinn er útfærður á mismunandi vegu fyrir mismunandi aldurshópa. „Annar bekkur og upp er sjálfur með iPada á svæðinu, það er eitthvað svona auka krydd fyrir þau, mikil samvinnupæling þar. Þau skiptast á því að halda á spjaldtölvunni og leiða hópinn.“

Yngri hóparnir eru með kort og þá eru leiðbeinendur fengnir til að leiða hópinn með Action Bound forritinu.

Eins og minnst var á hér að ofan þá verður ratleikurinn í boði fyrir fjölskyldur eftir að dagskránni lýkur 18. desember. „Það verður einmitt hugsað fyrir fjölskylduna þar sem það eru nokkur stig af aldri í gangi. Vitleysisgangur fyrir þau yngri og spurningar fyrir þau eldri.“

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt