í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Höllin, Púgyn, Sigyn

Upptakturinn slær taktinn á nýju ári

Með Upptaktinum, Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna. Afrakstur þeirra vinnu má sjá og heyra á lokatónleikum Upptaktsins á opnunarhátíð Barnamenningar þann 9. apríl 2019 í Silfurbergi í Hörpu. Þar leika atvinnuhljóðfæraleikarar verk barnanna en ungmennin sitja á meðal áheyrenda.

Upplýsingar

Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna varð til árið 2012 og hefur frá
upphafi fengið frábærar viðtökur. Alls hafa verið send inn um 280 tónverk eftir um 210
ungmenni. Tólf til þrettán tónverk komast áfram í hvert sinn til frekari úrvinnslu.
Nú blásum við aftur til leiks og kynnum nýjan Upptakt 2019.

Upptakturinn er samstarfsverkefni Hörpu, Barnamenningarhátíðar, RÚV og Listaháskóla
Íslands og er opinn 10 –15 ára ungmennum. Áhersla er lögð á að hvetja börn og unglinga til
að semja sína tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram
taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum Skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla
Íslands auk þess að vinna að tillögum að útsetningum verkanna undir leiðsögn nemenda
Tónsmíðadeildar Listaháskóla Íslands.

Að þessu ferli loknu höfum við eignast nýtt tónverk sem við getum flutt á tónleikum og
varðveitt síðan með upptöku. Sjá nánar upplýsingar um RÚV hér neðar.

Markmið með Upptaktinum eru þríþætt:

  • Sköpun
    • Að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og unglinga til að semja eigin
      tónlist.
  • Skráning
    • Að aðstoða börn og unglinga við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju og
      varðveita þannig tónlistina
  • Flutningur
    • Að gefa börnum og unglingum tækifæri á að upplifa eigin tónlist í flutningi fagfólks
      við kjöraðstæður á tónleikum í Hörpu
  • Reglur:
    • Öllum börnum sem stunda nám í 5. – 10. bekk er heimilt að taka þátt í Upptaktinum
      og senda inn tónsmíð óháða tónlistarstíl.
    • Þeir sem komast áfram taka þátt í vinnustofu með fagfólki.
    • Lengd tónverks skal vera 2 -6 mínútur að hámarki bæði einleiks og samleiksverk fyrir
      allt að 5 flytjendur
    • Skila þarf tónsmíð inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift eða með hljóðritun.
    • Hugmyndir s.s. upptökur, nótur, texti eða grafísk lýsing má senda rafrænt á netfangið
      upptakturinn@gmail.com
    • Skilafrestur hugmynda er til og með 13. febrúar 2019
  • Dómnefnd
    • Fagmenn sitja í dómnefnd og velja 12 – 13 verk úr innsendum hugmyndum:

Tónsmiðja í Hörpu 5. – 15. mars 2019

Þau verk sem verða fyrir valinu verða fullunnin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og
fagfólks í tónlist. Vinnustofan fer fram í Hörpu, dagana 5. – 15. mars. Að því ferli loknu hafa orðið til ný tónverk.

Tónleikar í Hörpu 9. apríl 2019

Þriðjudaginn 9. apríl verða tónverkin flutt á metnaðarfullri og glæsilegri tónleikadagskrá í
Silfurbergi-Hörpu en tónleikarnir eru hluti af opnunarhátíð Barnamenningar í Reykjavík. Hljóðfæraleik og framkvæmd annast fagfólk í tónlist.

Tónsköpunarverðlaunin

Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin, Upptaktinn 2019.

Heimasíða og facebooksíða

Upplýsingar um Upptaktinn á íslensku og ensku má finna á:

Heimasíðu Hörpu: harpa.is/upptakturinn

Facebooksíðu Upptaktsins: https://www.facebook.com/Upptakturinn
KrakkaRÚV

Tónverkin og viðtöl við þátttakendur frá árinu 2018: http://krakkaruv.is/upptakturinn

Nánari upplýsingar

Verkefnastjóri Upptaktsins er Elfa Lilja Gísladóttir sem veitir fúslega allar nánari
upplýsingar í gegnum upptakturinn@gmail.com og síma 699-6789.

Skóla- og frístundastjórnendur, kennarar, foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að
upplýsa, aðstoða og hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í þessu skapandi og skemmtilega
tónsmíðaverkefni.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt